Hafnarstræti - umsókn um stöðuleyfi pylsuvagna

Málsnúmer 2011120064

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 377. fundur - 14.12.2011

Erindi dagsett 12. desember 2011 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson f.h. GA Samvirknis ehf., kt. 630608-0740, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir pylsuvagna við Sundlaug Akureyrar og Hafnarstræti fyrir árið 2012. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir pylsuvagn á Ráðhústorgi innan reits 2.4 fyrir árið 2012. Meðfylgjandi er afrit af starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti og leyfi frá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir vagnana.