Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

377. fundur 14. desember 2011 kl. 13:00 - 13:50 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hamratún 22 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011110071Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2011 þar sem Jóhann Ólafur Þórðarson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum teikningum fyrir nýbyggingu á lóð nr. 22 við Hamratún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Einar Stefánsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Hamratún 24 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011110072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2011 þar sem Jóhann Ólafur Þórðarson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum teikningum fyrir nýbyggingu á lóð nr. 24 við Hamratún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Einar Stefánsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Njarðarnes 14 - umsókn um tímabundið stöðuleyfi fyrir bragga

Málsnúmer 2011120003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2011 þar sem Helgi Örn Eyþórsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir bragga á lóðinni að Njarðarnesi 14. Um er að ræða skýli yfir steypubekk austan við hús.

Skipulagsstjóri veitir stöðuleyfi fyrir bragganum til eins árs.

4.Oddeyrartangi 149134 - umsókn um leyfi til breytinga á 2. hæð

Málsnúmer 2011110151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2011 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Miðpunkts ehf., kt. 570293-2819, sækir um leyfi til breytinga á skrifstofuaðstöðu á 2. hæð Norðlenska ehf., að Oddeyrartanga lnr. 149134. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 8. desember 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Skálateigur 3-7 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN020092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2011 þar sem innkomnar eru reyndarteikningar af aðalteikningum fyrir Skálateig 3-7 frá Teiknistofunni ehf., áritaðar af Ivon S. Cilia. Innkomnar nýjar teikningar og skráningartafla 21. mars 2011. Innkomnar nýjar teikningar 8. desember 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Hafnarstræti - umsókn um stöðuleyfi pylsuvagna

Málsnúmer 2011120064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. desember 2011 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson f.h. GA Samvirknis ehf., kt. 630608-0740, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir pylsuvagna við Sundlaug Akureyrar og Hafnarstræti fyrir árið 2012. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir pylsuvagn á Ráðhústorgi innan reits 2.4 fyrir árið 2012. Meðfylgjandi er afrit af starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti og leyfi frá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir vagnana.

Fundi slitið - kl. 13:50.