Hvítbók í náttúruvernd

Málsnúmer 2011120054

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 68. fundur - 13.12.2011

Lögð fram til kynningar hvítbók í náttúruvernd sem umhverfisráðuneytið gaf út.

Umhverfisnefnd fagnar endurskoðun náttúruverndarlaga nr. 44/1999 og svokallaðrar Hvítbókar og telur mikilvægt að sem víðtækust sátt náist um endurskoðunina. Ráðið hefði talið eðlilegt að fulltrúi sveitarfélaganna hefði átt sæti í stýrihópi verkefnisins til að tryggja hagsmuni þeirra sem eru miklir. Ráðið telur mikilvægt að gott samstarf verði haft við sveitarfélögin í landinu og aðra hagsmunaaðila vegna umfangs verkefnisins. Einnig þeirra áhrifa sem lögin hafa og geta haft vegna hugsanlegra breytinga á þeim á stjórnun, rekstur og kostnað sveitarfélaga.