Tónlistarskólar - ályktun gegn niðurskurði

Málsnúmer 2011120042

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 35. fundur - 19.12.2011

Lögð fram til kynningar ályktun dags. 6. desember 2011 frá Félagi tónlistarskólakennara. Þar kemur m.a. fram að aðalfundur félagsins sem haldinn var 12. nóvember 2011 lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun tónlistarfræðslu í landinu vegna mikils niðurskurðar í tónlistarskólum allt frá árinu 2008 og er eindregið varað við frekari niðurskurði. Eru sveitarfélög hvött til að standa með tónlistarskólunum sínum og styðja þannig við mennsku samfélagsins.