Sumarlokun leikskóla í Akureyrarbæ 2012

Málsnúmer 2011120006

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 34. fundur - 05.12.2011

Fyrir fundinn var lögð eftirfarandi tillaga vegna sumarlokana í leikskólum Akureyrarbæjar, en samkvæmt fjárhagsáætlun verða leikskólarnir að loka í fjórar vikur samfellt.
Foreldrarráð leikskólanna og starfsmannafundir í leikskólunum fá eftirtaldar hugmyndir til umræðu og umsagnar:
1. Óbreytt fyrirkomulag þ.e. eins og búið var að skipuleggja fyrir 2011 - 2013
2. Leikskólarnir loki í fjórar vikur - tvö tímabil: 2. júlí - 27. júlí og 9. júlí - 3. ágúst.
3. Leikskólarnir loki í fjórar vikur - tvö tímabil: 18. júní - 13. júlí og 16. júlí - 14. ágúst.
4. Leikskólarnir loki allir á sama tíma í fjórar vikur: 9. júlí - 3. ágúst.
5. Leikskólarnir loki allir á sama tíma í fimm vikur: 2. júlí - 3. ágúst.
6. Annað form á sumarlokun, þá hvað?

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Skólanefnd - 1. fundur - 09.01.2012

Fyrir fundinn voru lagðar niðurstöður frá starfsmannafundum leikskólanna og foreldraráðum um hugmyndir og tillögur að sumarlokun leikskólanna, sem skólanefnd samþykkti að senda til þeirra til umsagnar.

Skólanefnd samþykkir að sumarlokun leikskóla 2012 verði í tveimur tímabilum. Fyrra tímabilið verður frá 25. júní til 20. júlí og seinna tímabilið verður frá 9. júlí til 3. ágúst. Skólanefnd samþykkir að þetta fyrirkomulag verði sett upp til þriggja ára þar sem leikskólum er raðað niður á tímabilin. Þessi niðurstaða skólanefndar tekur mið af umsögnum sem bárust frá starfsmönnum leikskóla og foreldraráðum auk þess sem horft var til niðurstaðna foreldrakönnunar frá vori 2011.

Skólanefnd - 2. fundur - 23.01.2012

Jóhannes Gunnar Bjarnason yfirgaf fundinn kl. 15:45.
Erindi dags. 11. janúar 2012 frá leikskólastjóra og starfsmönnum leikskólans Holtakots, þar sem ákvörðun skólanefndar um niðurröðun leikskóla í sumarlokun 2012 er harðlega mótmælt. Er farið fram á að skólanefnd færi Holtakot á seinna sumarlokunar-tímabilið.
Fram kom á fundinum að fulltrúi leikskólakennara, fulltrúi leikskólastjóra og leikskólafulltrúi, sem sæti eiga í skólanefnd, tóku að sér að raða skólunum niður á tímabil og því miður var ekki hægt að verða við ítrustu óskum um tímabil.

Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu.