Stjórnsýsla - íþróttaaðstaða

Málsnúmer 2011110068

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 127. fundur - 23.11.2011

Bjarni Sigurðsson f.h. hverfisnefndar Naustahverfis mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og vísaði bæjarráð lið b) til skipulagsnefndar.
b) Íþróttaaðstaða:
Hverfisnefndin leggur fram fyrirspurn um hver staðan sé á uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Naustahverfi. Nefndin spyr um stöðu skipulagsvinnunnar og hvort að standi til að koma upp grasvöllum í Naustahverfi.

Samkvæmt þegar deiliskipulögðum svæðum í Naustahverfi I og II er ekki gert ráð fyrir sérstakri íþróttaaðstöðu annarri en aðstöðu sem komið verður við á hverfisvöllum og grenndarvöllum. Hverfisvellir er skilgreindir í gildandi deiliskipulagi við Ljómatún, Kjarnagötu og Mýrartún og grenndarvellir við Sómatún, Hólatún og Skálatún.

Nú þegar stendur yfir deiliskipulagsvinna vegna Naustahverfis III en í þeim drögum er fyrst og fremst gert ráð fyrir íbúðarbyggð.