Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni

Málsnúmer 2011110005

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 127. fundur - 23.11.2011

Bæjarráð á fundi 3. nóvember 2011 vísaði til skipulagsnefndar eftirfarandi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa:
Hrafnhildur Ólafsdóttir og Magnús Traustason mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og vildu lýsa ánægju sinni með Dalsbraut og hvernig staðið væri að kynningu hjá bæjaryfirvöldum. Bentu þó á að þörf væri á kynningu á Dalsbraut fyrir aldraða í Víðilundi.
Þá lýstu þau yfir mikilli óánægju sinni með lagningu Brálundar og framgöngu bæjaryfirvalda í því máli.

Skipulagsnefnd þakkar fyrir ábendingu um kynningu fyrir íbúa við Víðilund en bendir á haldinn var íbúafundur í Lundarskóla þ. 8. september s.l. þar sem deiliskipulagstillagan var sérstaklega kynnt íbúum hverfisins. Gatnaframkvæmdir við Brálund eru samkvæmt gildandi deiliskipulagi en beðið er eftir úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um heimild til að tengja Brálund við Miðhúsabraut.