Stekkjartún 30 - umsókn um uppsetningu vinnubúða og jarðvegsskipti

Málsnúmer 2011090075

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 365. fundur - 21.09.2011

Erindi dagsett 20. september 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um leyfi til að setja upp vinnubúðir á lóð nr. 30 við Stekkjartún til að gera jarðvegsrannsóknir og hefja vinnu við jarðvegsskipti ef þörf reynist.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið, vinnubúðir skulu vera innan lóðar. Áður er framkvæmdir hefjast skal girða byggingarsvæðið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 365. fundur - 21.09.2011

Erindi dagsett 16. september 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 30 við Stekkjartún. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 367. fundur - 05.10.2011

Erindi dagsett 16. september 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 30 við Stekkjartún. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 30. september 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 367. fundur - 05.10.2011

Erindi dagsett 29. september 2011 þar sem Byggingarfélagið Hyrna ehf., kt. 710594-2019, sækir um að vera byggingarstjóri við nýbyggingu á lóð nr. 30 við Stekkjartún. Umboð hefur Helgi Snorrason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 437. fundur - 20.03.2013

Innkomnar reyndarteikningar af Stekkjartúni 30 eftir Fanneyju Hauksdóttur. Teikningar mótteknar 14. mars 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.