Óseyri 1 - fyrirspurn um leyfi fyrir skemmu.

Málsnúmer 2011090032

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 121. fundur - 14.09.2011

Erindi dagsett 7. september 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson, f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, leggur fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir byggingu 700 fermetra skemmu á lóð nr. 1 við Óseyri. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 371. fundur - 02.11.2011

Erindi dagsett 7. september 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson, f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, leggur fram fyrirspurn hvort byggingarleyfi fáist fyrir byggingu 700 fermetra kaldri skemmu á lóð nr. 1 við Óseyri. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 15. september 2011 og lauk henni þann 13. október 2011.
Ein athugasemd barst frá Björk Pálmadóttur þar sem bent er á að í gildi sé deiliskipulag af lóðinni.

Skipulagsnefnd hefur nú þegar látið vinna deiliskipulag fyrir reitinn sunnan Krossanesbrautar og bæjarstjórn samþykkti 1. nóvember 2011 að auglýsa skipulagið.