Heiðartún 1 - umsókn um garðhús

Málsnúmer 2011080089

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 362. fundur - 31.08.2011

Erindi móttekið 25. ágúst 2011 þar sem Særún Emma Stefánsdóttir og Sigvaldi Páll Þorleifsson sækja um að setja garðhús við hús sitt númer 1 við Heiðartún. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 418. fundur - 24.10.2012

Erindi móttekið 25. ágúst 2011 þar sem Særún Emma Stefánsdóttir og Sigvaldi Páll Þorleifsson sækja um að setja garðhús við hús sitt númer 1 við Heiðartún. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Ítrekun send út 31. janúar 2012, þeim tilmælum hefur ekki verið sinnt.

Þar sem ítrekun Skipulagsdeildar frá 31. janúar 2012 um skil á gögnum vegna erindis yðar hefur ekki verið sinnt samþykkir skipulagsstjóri lokafrest til 15. nóvember 2012 til að skila inn umbeðnum gögnum.

Ef gefinn frestur verður ekki virtur mun aðgerðum 56. greinar Mannvirkjalaga nr. 160/2010 beitt til að knýja fram úrbætur. Með vísan til 13 gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er yður gefinn 10 daga frestur frá móttöku þessa bréfs til að andmæla eða tjá yður um málið.