Fjölfötluð ungmenni - athugasemdir varðandi þjónustu

Málsnúmer 2011070041

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1127. fundur - 10.08.2011

Lagt fram erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna varðandi þá dagþjónustu sem þau fá.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Þóra Elín Arnardóttir ráðgjafi á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið. Þær lögðu fram minnisblað dags. 8. ágúst 2011 og fóru yfir málið.

Ákveðið að leita lausna í samræmi við umræður og hugmyndir sem fram komu á fundinum. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu og svara erindi foreldranna.