Gásakaupstaður ses - beiðni um endurnýjun á styrktarsamningi

Málsnúmer 2011070017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3279. fundur - 14.07.2011

Erindi dags. 4. júlí 2011 frá Guðmundi Sigvaldasyni f.h. stjórnar Gásakaupstaðar ses þar sem óskað er eftir því að styrktarsamningur Akureyrarbæjar við Gásakaupstað ses verði endurnýjaður/framlengdur en hann rennur út um næstu áramót.

Bæjarráð vísar málinu til stjórnar Akureyrarstofu.