Krossanes - Becromal - umsókn um byggingarleyfi fyrir vakthús

Málsnúmer 2011060019

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 116. fundur - 15.06.2011

Erindi dagsett 1. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties, kt. 660707-0850, sækir um byggingarleyfi fyrir 20 ferm. vakthús að Krossanesi 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjald vegna deiliskipulagsbreytingarinnar verður innheimt í samræmi við gjaldskrá Akureyrarbæjar.

Skipulagsnefnd - 118. fundur - 27.07.2011

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi, unnin af AVH, dagsett 28. júní 2011. Breytingin felst í stækkun byggingarreits vegna staðsetningar vakthúss innan lóðar Aflþynnuverksmiðjunnar.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar stækkun byggingarreits og er því breyting sem varðar einungis Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3281. fundur - 04.08.2011

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júlí 2011:
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi, unnin af AVH, dagsett 28. júní 2011. Breytingin felst í stækkun byggingarreits vegna staðsetningar vakthúss innan lóðar aflþynnuverksmiðjunnar.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar stækkun byggingarreits og er því breyting sem varðar einungis Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.