Sérkennsla í grunnskólum 2011

Málsnúmer 2011060014

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 18. fundur - 08.06.2011

Á fundinum var farið yfir stöðuna varðandi sérkennslu í grunnskólunum. Miðað við þá stöðu er þörf fyrir 2,5 stöðugildi til viðbótar vegna barna með miklar sérþarfir, sem eru að flytja í bæinn.

Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna fjölgun stöðugilda frá 1. ágúst 2011 og er óskað eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 5.800.000 við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarráð - 3276. fundur - 23.06.2011

3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 8. júní 2011:
Á fundinum var farið yfir stöðuna varðandi sérkennslu í grunnskólunum. Miðað við þá stöðu er þörf fyrir 2,5 stöðugildi til viðbótar vegna barna með miklar sérþarfir, sem eru að flytja í bæinn.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna fjölgun stöðugilda frá 1. ágúst 2011 og er óskað eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 5.800.000 við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarráð samþykkir ósk skólanefndar og vísar liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.