Búseta með þjónustu fyrir fatlaða - starfsemi 2011

Málsnúmer 2011040108

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1122. fundur - 27.04.2011

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild og Ólafur Örn Torfason forstöðumaður búsetuþjónustu geðfatlaðra ræddu stöðu biðlista eftir búsetu með þjónustu fyrir fatlaða. Á virkum biðlista eru 21 einstaklingur, af þeim eru 7 sem þurfa á sérhönnuðu húsnæði að halda og gæti húsnæði líkt og íbúðasambýlið við Geislatún verið heppileg lausn. Brýnt er að fljótlega liggi fyrir áætlun um hvernig mál þeirra sem eru á biðlista verði leyst.
Kristín Sigursveinsdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð felur Önnu Marit að leggja fram frekari gögn fyrir áætlunargerð.

Félagsmálaráð - 1136. fundur - 14.12.2011

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti ýmis mál sem eru til vinnslu varðandi búsetumál fatlaðra.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.