Úthlutun til kennslu skólaárið 2011-2012

Málsnúmer 2011030037

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 5. fundur - 07.03.2011

Fyrir fundinn var lögð fram til kynningar tillaga að úthlutun til almennrar kennslu og sérkennslu skólaárið 2011-2012.

Skólanefnd felur fræðslustjóra að vinna áfram að tillögunni í samráði við skólastjóra og sérkennsluráðgjafa.

Skólanefnd - 7. fundur - 21.03.2011

Fyrir fundinn var lögð tillaga að úthlutun til kennslu í grunnskólum Akureyrarbæjar skólaárið 2011-2012. Tillagan er byggð á forsendum sem notaðar hafa verið undanfarin ár, sem grundvallast á nemendafjölda eftir árgöngum í hverjum skóla fyrir sig og metinni þörf fyrir sérkennslu. Í fjárhagsáætlun ársins 2011 var gert ráð fyrir eilítilli fækkun kennslustunda sem kemur fram við þessa úthlutun. Naustaskóli stækkar enn og bætir við sig nemendum, þannig að þeim fækkar þá í öðrum skólum sem því nemur. Vegna þessa fjölgar stöðugildum kennara í Naustaskóla, Giljaskóla og Brekkuskóla, í Hlíðarskóla, Hríseyjarskóla og Grímseyjarskóla verður engin breyting, en þeim fækkar lítillega í Oddeyrarskóla, Glerárskóla, Lundarskóla og Síðuskóla.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.