Fasteignir Akureyrarbæjar - aðgengi fatlaðra að byggingum bæjarins 2011

Málsnúmer 2011030020

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 184. fundur - 04.03.2011

Á bæjarráðsfundi þann 24. febrúar 2011 óskaði Ólafur Jónsson D-lista eftir að gerð verði úttekt á öllum stoppistöðvum SVA m.t.t. aðgengis og aðstöðu fyrir farþega.
Ólafur óskaði einnig eftir að haldið yrði áfram í þeirri vinnu að bæta aðgengi fatlaðra að stofnunum bæjarins. Bæjarráð vísaði erindunum til framkvæmdadeildar og Fasteigna Akureyrarbæjar.

Gerð hefur verið skoðun á aðgengi fatlaðra að stofnunum bæjarins. Fasteignir Akureyrarbæjar hafa verið að bæta aðgengið og mun sú vinna halda áfram.