Stoppistöðvar Strætisvagna Akureyrar - aðgengi og aðstaða fyrir farþega.

Málsnúmer 2011030008

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 229. fundur - 04.03.2011

Í bæjarráði þann 24. febrúar sl. óskaði Ólafur Jónsson D-lista eftir því undir öðrum málum að gerð yrði úttekt á öllum stoppistöðvum SVA m.t.t. aðgengis og aðstöðu fyrir farþega.

Unnið hefur verið að því undanfarin ár að laga stoppistöðvar strætisvagnanna. meðal annars með því að fjölga biðskýlum. Sú vinna heldur áfram og sér framkvæmdaráð ekki ástæðu til að gera sérstaka úttekt á aðgengi og aðstöðu að stoppistöðvum.