Grunnskólar Akureyrar - list- og verkgreinar

Málsnúmer 2011020009

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 3. fundur - 07.02.2011

Tölvupóstur dags. 2. febrúar 2011 frá Loga Má Einarssyni og Helga Vilberg þar sem spurt er um stöðu list- og verkgreina í grunnskólum Akureyrar, hvernig kennsla í þessum greinum falli að aðalnámskrá og hvort markmiðum aðalnámskrár sé náð.

Skólanefnd samþykkir að fram fari könnun á stöðu list- og verkgreina í grunnskólum Akureyrar með hliðsjón af kröfum aðalnámskrár. Skóladeild er falið að sjá um framkvæmd verkefnisins.

Skólanefnd - 27. fundur - 03.10.2011

Fyrir fundinn var lögð samantekt á svörum skólastjóra grunnskóla Akureyrar um stöðu list- og verkgreina í grunnskólunum, hvernig kennsla í þessum greinum falli að aðalnámskrá og hvort markmiðum aðalnámskrár sé náð.

Skólanefnd þakkar fyrir svör skólastjóranna og samantektina.