Skólanefnd

3. fundur 07. febrúar 2011 kl. 14:00 - 17:10 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson varaformaður
  • Sigrún Björk Sigurðardóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu þær Sigurbjörg Rún Jónsdóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir og kynntu helstu niðurstöður viðtalsrannsóknar sinnar meðal skólastjóra leik- og grunnskóla á Akureyri. Fram kom að þær vinna að skýrslu um niðurstöðurnar og verður hún gerð opinber þegar hún liggur fyrir.
Kristín Jóhannesdóttir deildarstjóri í Lundarskóla sat fundinn sem gestur undir þessum lið.

Skólanefnd þakkar Sigurbjörgu Rún og Bryndísi Elfu fyrir kynninguna.

Kristín Jóhannesdóttir, Anna Lilja Sævarsdóttir, Sigurbjörg Rún Jónsdóttir og Bryndís Elfa Valdimarsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 15:07.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2012-2014

Málsnúmer 2011010090Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að þriggja ára áætlun fyrir þá málaflokka sem heyra undir skólanefnd. Með fylgdi yfirlit yfir þær hagræðingaraðgerðir sem gripið hefur verið til frá 2009 og fyrirliggjandi hagræðing á árinu 2012 vegna aðgerða sem gripið er til á árinu 2011. Ekki er gert ráð fyrir öðrum breytingum en viðbótum sem koma inn með byggingu Naustaskóla.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu til seinni umræðu.

Kristlaug Svavarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 15:50.

3.Heimili og skóli - ályktun um niðurskurð í grunnskólum

Málsnúmer 2011010156Vakta málsnúmer

Ályktun dags. 22. janúar 2011 þar sem fram kemur að: "Heimili og skóli, landssamtök foreldra, krefjast þess að ríkisstjórn og sveitarfélög landsins tryggi gæði skólastarfs á öllum skólastigum á landinu og gangi ekki á lögbundin réttindi skólabarna nú þegar skera á niður útgjöld hins opinbera. Ennfremur er kallað eftir raunverulegu samráði við foreldra áður en ákvarðanir um breytingar á skólastarfi verða teknar."

Skólanefnd þakkar fyrir ábendinguna og mun taka tillit til hennar eftir fremsta megni.

4.Grunnskólar Akureyrar - list- og verkgreinar

Málsnúmer 2011020009Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 2. febrúar 2011 frá Loga Má Einarssyni og Helga Vilberg þar sem spurt er um stöðu list- og verkgreina í grunnskólum Akureyrar, hvernig kennsla í þessum greinum falli að aðalnámskrá og hvort markmiðum aðalnámskrár sé náð.

Skólanefnd samþykkir að fram fari könnun á stöðu list- og verkgreina í grunnskólum Akureyrar með hliðsjón af kröfum aðalnámskrár. Skóladeild er falið að sjá um framkvæmd verkefnisins.

5.Skólamötuneyti grunnskóla - rekstur og nýting 2010

Málsnúmer 2010080094Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt uppgjör í rekstri skólamötuneytanna í grunnskólunum fyrir árið 2010. Þar kemur fram að halli var á rekstrinum á árinu, en mismikill eftir skólum.

Skólanefnd leggur áherslu á að skoðað verði hvort ekki sé hægt að lækka hráefniskostnað t.d. með betri stýringu á innkaupum.

Fundi slitið - kl. 17:10.