Naustahverfi 1. áfangi - grenndarkynning vegna deiliskipulagsbreytingar við Geislatún 2-10.

Málsnúmer 2010100127

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3294. fundur - 07.12.2010

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. nóvember 2010:
Erindi dags. 17. september 2010 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Ívars Baldurssonar og Sigríðar Gunnarsdóttur, Geislatúni 10, og Elínar A. Björnsdóttur og Árna Sveinbjörnssonar, Geislatúni 8, sækir um leyfi til að byggja sólskála við íbúðirnar að Geislatúni 8 og 10.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var grenndarkynnt, í samræmi við bókun skipulagsnefndar 29. september 2010 (sjá BN100240), þann 22. október 2010 með athugasemdafresti til 19. nóvember 2010.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd óskaði eftir að bætt verði við ákvæði um að útlit viðbygginga verði samræmt þar sem gert er ráð fyrir að viðbyggingar verði byggðar í áföngum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.