Vestursíða - hjúkrunarheimili - deiliskipulag

Málsnúmer 2010100087

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3292. fundur - 19.10.2010

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. október 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu ásamt greinargerð að deiliskipulagi fyrir hjúkrunarheimili við Vestursíðu unna af X2 skipulagi og hönnun ehf, dags. 6. október 2010.
Formaður skipulagsnefndar mun svara fyrirspurn fulltrúa VG frá síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd óskar eftir að í greinargerðinni komi fram upplýsingar um byggingarefni og um að hljóðmön verði gerð samsíða Vestursíðu. Einnig að unninn verði skýringaruppdráttur við deiliskipulagið.
Leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan þannig lagfærð verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3297. fundur - 01.02.2011

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. janúar 2011:
Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu þann 5. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 17. desember 2010.
Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. janúar 2011.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.