Leikskólaganga barna og vanskil foreldra

Málsnúmer 2010100074

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 24. fundur - 18.10.2010

Erindi frá umboðmanni barna dags. 12. október 2010 þar sem það er áréttað að börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og þjónustu umfram aðra þjóðfélagsþegna. Þetta sjónarmið endurspeglast m.a. í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir að börnum skuli tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í ákvæðinu felst að yfirvöldum ber skylda til að sjá til þess að velferð barna sé tryggð með öllum tiltækum ráðum. Umboðsmaður barna hvetur því sveitarfélög til þess að hafa hagsmuni barna ávallt að leiðarljósi og gæta þess að efnahagur foreldra bitni sem minnst á högum og velferð þeirra.

Skólanefnd mun kappkosta áfram að taka hagsmuni barna í leikskólum fram yfir hagsmuni sveitarfélagsins í innheimtu leikskólagjalda.