Búseta með þjónustu fyrir fatlaða - starfsemi 2010

Málsnúmer 2010090118

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1108. fundur - 22.09.2010

Kynning á stöðu verkefna, biðlista og helstu verkefnum framundan.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild kynnti stöðu biðlista eftir búsetu með þjónustu. Biðlistinn hefur styst á árinu en þó eru enn nokkrir sem beðið hafa úrlausnar lengi og/eða eru í brýnni þörf. Sérstaklega er brýnt að mæta þörfum fjölfatlaðs ungs fólks sem þarf að fá búsetu innan tveggja ára.
Arnar Eyfjörð Harðarson forstöðumaður í búsetuþjónustu fatlaðra kynnti hugmyndir að nýjum lausnum sem hafa það að markmiði að hægt verði að fækka herbergjasambýlum og bjóða þeim íbúum sem vilja upp á meira einkarými.
Kristinn Már Torfason forstöðumaður í búsetuþjónustu fatlaðra sagði stuttlega frá þjónustu í Þrastarlundi 3 og framtíðaráformum.
Arne Friðrik Karlsson forstöðumaður í búsetuþjónustu fatlaðra sagði frá nýju búsetuúrræði í Brálundi 1.

Félagsmálaráð óskar eftir að fá ítarlegri útfærslu á þeim hugmyndum sem fram komu um nýjar lausnir í búsetumálum.

Félagsmálaráð - 1111. fundur - 27.10.2010

Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti stöðu í búsetumálum fólks með fötlun og tillögur um úrbætur.

Félagsmálaráð heimilar framkvæmdastjóra búsetudeildar að vinna áfram að málinu.