Félagsmálaráð

1111. fundur 27. október 2010 kl. 14:00 - 18:15 Hlíð - samkomusalur
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Anna Guðný Guðmundsdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Dagskrá
Eftirtaldir starfsmenn ÖA sátu fundinn undir 4.- 7. lið: Heiðrún Björgvinsdóttir rekstrarstjóri, Þorgerður Þorgilsdóttir fulltrúi starfsmanna, Hrefna Brynja Gísladóttir iðjuþjálfi og Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri.
Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri sat fundinn undir 4.- 8. lið.

1.Félagsleg liðveisla - áfrýjanir 2010

Málsnúmer 2010090014Vakta málsnúmer

Sigríður M. Jóhannsdóttir forstöðumaður í heimaþjónustu kynnti áfrýjun vegna afgreiðslu búsetudeildar á umsókn um félagslega liðveislu.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Heimaþjónusta - áfrýjanir 2010

Málsnúmer 2010100138Vakta málsnúmer

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu kynnti áfrýjun vegna afgreiðslu búsetudeildar á umsókn um félagslega heimaþjónustu.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Búseta með þjónustu fyrir fatlaða - starfsemi 2010

Málsnúmer 2010090118Vakta málsnúmer

Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti stöðu í búsetumálum fólks með fötlun og tillögur um úrbætur.

Félagsmálaráð heimilar framkvæmdastjóra búsetudeildar að vinna áfram að málinu.

4.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

Málsnúmer 2009110111Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu stöðuna varðandi yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga um næstu áramót og myndun þjónustusvæðis með nágrannasveitarfélögum. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra búsetudeildar, dags. 27. október 2010.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum búsetudeildar og fjölskyldudeildar að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarstjóra.

5.Fjárhagsáætlun 2011 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2010090173Vakta málsnúmer

Umræða um niðurskurð í fjárhagsáætlun ÖA 2011 vegna frumvarps til fjárlaga næsta árs. Einnig lögð fram ný drög að áætlunum búsetudeildar, fjölskyldudeildar og ÖA þar sem breytingar urðu á þeim við síðustu launakeyrslu.

Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlunum búsetudeildar, fjölskyldudeildar og ÖA fyrir 2011 og vísar þeim til bæjarráðs.

6.Eden hugmyndafræðin á ÖA

Málsnúmer 2010100114Vakta málsnúmer

Hrefna Brynja Gísladóttir iðjuþjálfi kynnti notkun Eden hugmyndafræðinnar á ÖA og Sólskinsklúbbinn sem er starfræktur á Hlíð.

Félagsmálaráð þakkar áhugaverða og góða kynningu.

7.Gjafasjóður ÖA - 2010

Málsnúmer 2010100113Vakta málsnúmer

Kynntur arfur frá fyrrum íbúa ÖA sem borist hefur í gjafasjóðinn að upphæð 32 milljónir króna. Sjóðurinn nýtist til ýmissa framfaraverkefna og búnaðarkaupa.

Félagsmálaráð þakkar fyrir þann mikla velvilja sem starfsemi ÖA er sýndur með þessum arfi.

Anna Guðný Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 17:15.

8.Sambýlið Bakkahlíð - 2010

Málsnúmer 2010100112Vakta málsnúmer

Heimsókn í Bakkahlíð 39 og kynning á heimilinu.

Félagsmálaráð þakkar heimboðið og góðar móttökur.

Fundi slitið - kl. 18:15.