Stjórnlagaþing kosning 27. nóvember 2010

Málsnúmer 2010090080

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3243. fundur - 28.10.2010

Lagt fram erindi dags. 19. október 2010 frá Helgu G. Eymundsdóttur formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi kosninga til stjórnlagaþings þann 27. nóvember nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í fjórtán kjördeildir, tólf á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Gerð er tillaga um að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Grunnskólanum í Hrísey og að í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Lagt er til að tíu kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri en tveir í Hrísey og í Grímsey. Þá hefur kjörstjórn ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, en frá klukkan 10:00 til 18:00 í Hrísey og í Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.

Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar.

Bæjarráð - 3243. fundur - 28.10.2010

Lagður fram listi með nöfnum fjörutíu og tveggja aðalmanna og fjörutíu og tveggja varamanna í undirkjörstjórnir við kosningu til Stjórnlagaþings þann 27. nóvember nk.

Bæjarráð vísar listanum til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3293. fundur - 16.11.2010

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 28. október 2010:
Lagður fram listi með nöfnum fjörutíu og tveggja aðalmanna og fjörutíu og tveggja varamanna í undirkjörstjórnir við kosningu til Stjórnlagaþings þann 27. nóvember nk.
Bæjarráð vísar listanum til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir þær tilnefningar sem fram koma á listanum með 11 samhljóða atkvæðum.