Dagforeldrar - endurskoðun á samningi

Málsnúmer 2010090024

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 17. fundur - 06.09.2010

Fyrir fundinn er lögð ósk frá stjórn Dagvistunar og Félags dagforeldra á Akureyri og nágrenni, um endurskoðun á samningi milli einstakra dagforeldra og Akureyrarbæjar. Lagt er til að ákvæðum um launatryggingu verði breytt og þau gerð sveigjanlegri en nú er.

Skólanefnd samþykkir að fela varaformanni, fræðslustjóra og daggæsluráðgjafa að ræða við stjórnir félaganna og leita samninga.

Skólanefnd - 23. fundur - 11.10.2010

Fyrir fundinn var lögð tillaga að breytingu á samningi skóladeildar við dagforeldra. Breytingin felur það í sér að nú er launatrygging virk frá og með 1. ágúst ár hvert til 1. júlí næsta árs, en getur aðeins varað í 3 mánuði lengst. Launatrygging er háð því að frá dagforeldi fari barn í leikskóla og ekki tekst að finna annað barn í plássið sem losnar.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða fyrir sitt leyti.