Tónlistarskólinn á Akureyri - hljóðfæraleiga

Málsnúmer 2010090022

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 17. fundur - 06.09.2010

Erindi, ódags., frá stjórn Tónlistaskólans á Akureyri þar sem skólanefnd er bent á erfiða stöðu skólans vegna hljóðfæraleigu til nemenda við skólann. Ástand hljóðfæra skólans er almennt orðið mjög slæmt og vegna erfiðrar fjárhagstöðu er ekki hægt að lagfæra eða endurnýja hljóðfærin. Stjórnin telur óráð að leggja leiguna niður, því ekki hefur reynst vilji til þess á almennum markaði að setja upp slíka leigu. Því er lagt til að hljóðfæraleigunni verði markaður ákveðinn tekjustofn sem standi undir rekstri hennar.

Skólanefnd tekur undir afstöðu stjórnar Tónlistarskólans og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2011.