Sérkennsla í leikskólum

Málsnúmer 2010080071

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 15. fundur - 23.08.2010

Farið var yfir stöðuna í sérkennslumálum leikskólanna. Þar kom fram að heimild er til fyrir 15 stöðugildum kennara til að sinna sérkennslunni. Stöðugildunum er skipt miðlægt milli skóla eftir metinni þörf.
Fram kom að talið er brýnt að fá fleiri stöðugildi til að sinna þjónustunni, þar sem nú eru allt að helmingi fleiri mikið fötluð börn sem þarfnast sérstakrar umönnunar allan daginn, en árið 2002 þegar núverandi stöðugildafjöldi var samþykktur.

Skólanefnd samþykkir að vísa málinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2011.