12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. september 2010:
Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 24. september 2010 til skipulagsnefndar, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til eiganda hússins nr. 1 við Gleráreyrar. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta vegna frágangs á bakka vestast á lóðinni, sem er ófrágengin meðfram götunni Gleráreyrum og að hann verði til samræmis við samþykkta uppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt og frestur til lagfæringa verði til 18. október 2010.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og að frestur til lagfæringa verði til 18. október 2010.