Óshólmanefnd - fuglatalning

Málsnúmer 2009110125

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 55. fundur - 20.01.2011

Sverrir Thorstensen mætti á fundinn og kynnti niðurstöður fuglatalninga sem gerðar voru á síðastliðnu vori.

Umhverfisnefnd þakkar Sverri fyrir góða kynningu.

Umhverfisnefnd - 60. fundur - 24.05.2011

Lögð fram skýrsla frá Náttúrufræðistofnun Íslands um fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár sem Sverrir Thorstensen og Ævar Petersen unnu fyrir Akureyrarkaupstað, Eyjafjarðarsveit og Flugstoðir.

Umhverfisnefnd þakkar kynningu á skýrslunni.

Umhverfisnefnd - 105. fundur - 09.06.2015

Umræður um markmið óshólmanefndar og skipun fulltrúa í hana.
Umhverfisnefnd tilnefnir Ólaf Kjartansson V-lista og Dagbjörtu Pálsdóttur S-lista sem fulltrúa sína í óshólmanefnd og óskar eftir að Eyjafjarðarsveit og Isavia tilnefni einnig fulltrúa í nefndina.