Fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála 2010 - endurskoðun

Málsnúmer 2009100061

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 19. fundur - 20.09.2010

Fyrir fundinum lá tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010. Þar kemur fram að í bæjarráði hafa þegar verið samþykktar viðbætur vegna fjölgunar leikskólarýma sem nema kr. 4.995.000. Til viðbótar þessari upphæð er óskað eftir leiðréttingu sem nemur kr. 23.787.000 og kemur til vegna aukins kostnaðar vegna veikinda, skólaaksturs o.fl.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

Skólanefnd - 5. fundur - 07.03.2011

Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir rekstrarniðurstöðu ársins 2010 fyrir fræðslu- og uppeldismál. Þar kemur fram að reksturinn er jákvæður um kr. 37.759.943, sem eru 0,88% af rekstri málaflokksins.

Skólanefnd þakkar stjórnendum og starfsmönnum skólanna fyrir góða fyrirhyggju og ráðdeildarsemi á árinu 2010.

Anna Lilja Sævarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 14:50.