Hrísey - kerfill og aðrar óæskilegar plöntur í bæjarlandinu

Málsnúmer 2006080025

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 64. fundur - 16.08.2011

Erindi dags. 3. ágúst 2011 frá Jóni Inga Cæsarssyni þar sem hann kynnir samantekt á stöðunni á gróðurlendi Hríseyjar sem hann vann í samvinnu við Þorstein Þorsteinsson.

Umhverfisnefnd er meðvituð um vandamálið með þær framandi plöntur sem herja víða á í bæjarlandinu. Nefndin felur starfsmönnum að leggja fram áætlun um fjármagn og aðgerðaráætlun verksins á næsta fundi.

Umhverfisnefnd - 84. fundur - 20.08.2013

Forstöðumaður umhverfismála/framkvæmdamiðstöðvar fór yfir stöðuna í baráttu bæjarins við útbreiðslu kerfils og lúpínu í bæjarlandinu.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna og bendir á nauðsyn þess að halda baráttunni áfram.

Umhverfisnefnd - 92. fundur - 15.04.2014

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir stöðuna á verkefni undanfarinna ára sem miðar að því að hefta útbreiðslu skógarkerfils, lúpínu og hvannar. Einnig ræddar áframhaldandi aðgerðir í Hrísey.

Umhverfisnefnd leggur áherslu á að útbreiðslu þessara ágengu plantna verði haldið í skefjum með áframhaldandi slætti líkt og gert hefur verið undanfarin ár.

Kristinn Frímann Árnason D-lista vék af fundi kl. 18:35.