Kjarasamninganefnd

2. fundur 28. febrúar 2013 kl. 14:00 - 15:35 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hallgrímur Guðmundsson
  • Hjalti Ómar Ágústsson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Dagskrá

1.TV einingar - úthlutun vorið 2013

Málsnúmer 2013020279Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum um tímabundin viðbótarlaun skv. 7. gr. reglna Akureyrarbæjar um TV-einingar vegna verkefna og hæfni. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2013.

2.Launakönnun 2012 unnin af RHA

Málsnúmer 2012110023Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 20. febrúar 2013:
Á sameiginlegum fundi bæjarráðs, kjarasamninganefndar og samfélags- og mannréttindaráðs var ákveðið að stofna vinnuhóp sem hefur það hlutverk að greina ástæður þess að munur mælist á launum kynjanna og gera tillögur að úrbótum. Vinnuhópurinn verður skipaður einum fulltrúa úr hverju ráði/nefnd ásamt starfsmannastjóra og jafnréttisráðgjafa.

Kjarasamninganefnd tilnefnir Höllu Björk Reynisdóttur L-lista sem aðalmann í vinnuhópinn og Hjalta Ómar Ágústsson V-lista til vara.

3.Stjórnendaálag

Málsnúmer 2013020280Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. febrúar 2013 frá framkvæmdastjóra búsetudeildar vegna endurskoðunar á stjórnendaálagi forstöðumanns.

Afgreiðslu frestað. Kjarasamninganefnd óskar eftir því að framkvæmdastjóri búsetudeildar Soffía Lárusdóttir mæti á næsta fund nefndarinnar sem haldinn verður 13. mars nk. kl. 15:30.

Fundi slitið - kl. 15:35.