Framkvæmdaráð

252. fundur 11. maí 2012 kl. 08:15 - 09:59 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Hjörleifur H. Herbertsson
 • Sigríður María Hammer
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Sigfús Arnar Karlsson
 • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
 • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
 • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
 • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Afgirt hundasvæði

Málsnúmer 2012050067Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti hugmyndir af afgirtu hundasvæði innan bæjarmarka Akureyrar.

Forstöðumanni umhverfismála falið að vinna áfram að málinu og hafa samband við hagsmunaaðila.

2.Framkvæmdadeild - framkvæmdaáætlun 2012

Málsnúmer 2012050068Vakta málsnúmer

Endurskoðun framkvæmdaáætlunar ársins 2012.

Framkvæmdaráð er sammála um að farið verði í hönnun á dælustöð í Krossanesi og stefnir jafnframt að því að framkvæmdum við dælustöðina verði lokið á árinu 2013. Öðrum tillögum endurskoðunar er frestað.

Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég legg til að gerð verði kostnaðaráætlun fyrir mögulega lengingu göngustígsins sem verið er að klára úr Innbænum út á flugvöll meðfram Drottningarbrautinni. Það er frá afleggjara við flugvöll að gönguleiðinni yfir gömlu brýrnar sunnan við flugvöll. Um er að ræða ca. 7-800 metra langan kafla sem myndi tengja saman göngustíginn sem verður fullkláraður á þessu ári og þær gönguleiðir sem nú þegar eru til staðar. Þar með yrði lokið við að tengja saman göngustígakerfi bæjarins við óshólma Eyjafjarðarár og skapa einstaka möguleika til útivistar. Hvort sem er fyrir göngu-, hjólreiðafólk eða þá sem stunda hlaup.

3.Vinnuskólinn 2012

Málsnúmer 2012050066Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti vinnufyrirkomulag vinnuskólans 2012.

Fundi slitið - kl. 09:59.