Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

444. fundur 22. maí 2013 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Brekkugata 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN040236Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Brekku ehf., kt. 461061-0289, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Brekkugötu 5. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Hafnarstræti 94 - umsókn um byggingarleyfi fyrir þaki

Málsnúmer BN100264Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Gersemi Þrastar ehf., kt. 520556-0289, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Hafnarstræti 94. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Innkomnar teikningar 10. apríl 2013.
Innkomin athugasemd 14. maí 2013 frá umsækjenda þar sem óskað er eftir að fallið verði frá kröfu um hljóðskýrslu.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Tekið skal fram að skv. aðaluppdráttum er rekstur veitingastaðarins í flokki II sem heimilar áfengisveitingar og að staðurinn verði opinn til kl. 23:00. Umsögn embættisins til sýslumanns vegna endurnýjunar rekstrarleyfis mun verða í samræmi við það.

3.Þingvallastræti, Pálmholt - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar innan- og utanhúss við leikskólann Pálmholt við Þingvallastræti, neðra hús. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Skipulagsstjóri felur lóðaskrárritara að gefa lóðinni heitið Þingvallastræti 50.

Fundi slitið - kl. 13:40.