Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

584. fundur 28. apríl 2016 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Mýrarvegur 117- umsókn um leyfi fyrir svalalokun

Málsnúmer 2012060184Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Mýrarvegs 117, húsfélags kt. 411106-0120, sækir um leyfi til að breyta útliti svalalokana á íbúð 501 og 503 við Mýrarveg 117. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Mýrarvegur 111 - umsókn um leyfi fyrir svalalokun

Málsnúmer 2014070117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Mýrarvegs 111, húsfélags kt. 571100-2820, sækir um leyfi til að breyta útliti svalalokana á 5. hæð og gerð og útliti á öðrum hæðum hússins við Mýrarveg 111. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Gleráreyrar 1, læknastofur - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Gunnar Bogi Borgarson f.h. EF 1, kt. 681113-0960, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af 2. hæð á Gleráreyrum 1 og innrétta þar læknastofur. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnar Boga Borgarson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Kjarnagata 12-14 - breytingar

Málsnúmer BN060244Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Búseta Norðurlandi hsf., kt. 560484-0119, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Kjarnagötu 12-14, íbúð 0101. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Kjarnalundur lnr. 150012 - byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2014120088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Kjarnalundar ehf., kt. 541114-0330, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Kjarnalundi, landnr. 150012. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Davíðshagi 1, spennistöð - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Norðurorku kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð á lóð nr. 1 við Davíðshaga.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Rangárvellir - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016040167Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Norðurorku, kt. 550978-0169, sækir um breytingar á bílastæði, fjölgun þeirra um 11 stæði við hús nr. 5 við Rangárvelli 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

8.Daggarlundur 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2016 þar sem Haraldur Árnason f.h. Margrétar Svanlaugsdóttur og Guðmundar Viðars Gunnarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 6 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Staðgengill skipulagsstjóra hafnar erindinu þar sem hönnun uppfyllir ekki kröfur um algilda hönnun og fjölda annarra athugasemda.

9.Oddeyrartangi, þak - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040187Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Polaris Seafood ehf., kt. 551007-1030, sækir um breytingar á þaki húss merkt 3, mhl. 12, á lóð við Oddeyrartanga, lnr. 149144. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

10.Norðurbyggð 15 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. april 2016 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Árna Friðrikssonar sækir um breytingar á baðherbergisglugga á íbúð nr. 15 á lóðinni nr. 11-19 við Norðurbyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgir Ágústsson og samþykki meðeigenda.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

11.Jaðarstún 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2016 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningu af Jaðarstúni 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 26. apríl 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

12.Jaðarstún 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2016 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningu á Jaðarstúni 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 26. apríl 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:40.