Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

955. fundur 22. febrúar 2024 kl. 14:15 - 15:15 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Árnason fundarritari
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Njarðarnes 3-7 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024020601Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2024 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Regins atvinnuhúsnæðis ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 3-7 við Njarðarnes. Innkomin gögn eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Ægisgata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023082170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. ágúst 2023 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Alexanders G. Eðvardssonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu á húsi nr. 7 við Ægisgötu á Akureyri. Innkomin ný gögn 14. febrúar 2024 eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hvannavellir 10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024020847Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2024 þar sem Bent Larsen Fróðason fyrir hönd BB bygginga ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Hvannavelli. Innkomin gögn eftir Bent Larsen Fróðason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024011365Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2024 þar sem Jón Davíð Ásgeirsson fyrir hönd KK bygg ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum á 2. hæð (mhl 03) í byggingu nr. 99-101 við Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

5.Þingvallastræti 50 - umsókn um byggingarleyfi (niðurrif)

Málsnúmer 2024020576Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2024 Þar sem Akureyrarbær sækir um niðurrif á Pálmholti á lóð nr. 50 við Þingvallastræti (mhl.01).
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

Fundi slitið - kl. 15:15.