Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

932. fundur 07. september 2023 kl. 10:00 - 10:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Árnason fundarritari
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðhúsabraut 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021110233Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2023 þar sem Gísli Jón Kristinsson fyrir hönd Akureyarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 1 við Miðhúsabraut.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Þórunnarstræti 138 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2023 frá Gísla Jóni Kristinssyni þar sem hann fyrir hönd Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Gleráreyrar 1 - rými 17, Vogue - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023090044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2023 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignafélags hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild vegna fyrirhugaðra breytinga rýmis 17 á Glerártorgi, í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Ægisgata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023082170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. ágúst 2023 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Alexanders G. Eðvardssonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu á húsi nr. 7 við Ægisgötu á Akureyri. Meðfylgjandi eru gögn eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

5.Furuvellir 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023081336Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2023 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Endurvinnslunar hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu á húsi nr. 11 við Furuvelli á Akureyri. Meðfylgjandi eru gögn eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

6.Mýrarvegur 118 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2023090238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2023 þar sem Sigurður Þór Garðarsson sækir um leyfi til að útbúa bílastæði á lóð við hús sitt nr. 118 við Mýrarveg og í framhaldi úrtak úr kantsteini. Meðfylgjandi er skýringarmynd og samþykki meðeiganda í lóð.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 9 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

Fundi slitið - kl. 10:30.