Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

909. fundur 30. mars 2023 kl. 13:00 - 13:20 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Vanabyggð 10C - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023031311Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2023 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson sækir um fyrir hönd Írisar Fannar Gunnlaugsdóttur byggingagaráform og byggingarheimild á lóð nr. 10C við Vanabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Hafnarstræti 67 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023020917Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2023 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hótel Akureyri sækir um byggingaráform og byggingarleyfi í húsi nr. 67 við Hafnarstræti. Innkomnar nýjar teikningar 24. mars 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:20.