Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

853. fundur 24. febrúar 2022 kl. 13:00 - 13:40 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Laxagata 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022020997Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2022 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Prashant Babubhai Patel sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 4 við Laxagötu. Fyrirhugað er að breyta mhl. 02 í 3 gistieiningar.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Stjörnugata 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2020120038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. desember 2020 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Jóns Stefáns Hjaltalín Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 5 við Stjörnugötu. Innkomnar nýjar teikningar eftir Rögnvald Harðarson 16. febrúar 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:40.