Sveitarstjórnarkosningar 2018

English    Polski    Other languages

Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí 2018

Í stikunni hér til hægri má finna framboðslista í Akureyrarkaupstað  

Kjörstaðir:

Akureyri: Verkmenntaskólinn (nánari upplýsingar um kjördeildir koma síðar)
Hrísey: Hríseyjarskóli
Grímsey: Grímseyjarskóli

Kjörfundur stendur frá klukkan 09:00 til 22:00 á öllum kjörstöðum

Hvernig fara kosningarnar fram?

Þegar þú hefur gert grein fyrir þér með því að framvísa persónuskilríkjum (vegabréfi) færðu kjörseðil afhentan. Þú ferð inn í kjörklefann með kjörseðilinn og notar blýant sem þar er til að setja X við það framboð sem fær atkvæði þitt. (Þú ferð inn í kjörklefann með kjörseðilinn og notar blýant sem þar er til að skrifa nöfn þeirra sem þú vilt í sveitarstjórn). Brjóttu því næst kjörseðilinn saman og settu í kjörkassa. Ekki gera neitt annað við kjörseðilinn vegna þess að með því gætir þú ógilt atkvæði þitt.

Sjá meira um sveitarstjórnarkosningar almennt á egkys.is

Upplýsingar um hvar og hvernig má greiða atkvæði utan kjörfundar


Auglýsing um framlagningu kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018

Kjörskráin liggur frammi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9, 1. hæð,
í Hríseyjarbúðinni í Hrísey og í Búðinni í Grímsey frá og með miðvikudeginum 16. maí 2018
til og með föstudeginum 25. maí 2018 á venjulegum opnunartíma.

Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 5. maí 2018.

Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um
hvar og hvort einstaklingar eru á kjörskrá.

Athugasemdir við kjörskrána berist bæjarstjórn Akureyrar að Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Bæjarstjórinn á Akureyri
14. maí 2018
Eiríkur Björn Björgvinsson

Síðast uppfært 22. maí 2018