Hafnarstræti - umsókn um stöðuleyfi söluskála.

Málsnúmer BN110030

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 109. fundur - 23.02.2011

Erindi dags. 4. febrúar 2011 þar sem Huld S. Ringsted f.h. Fiskistjörnunnar ehf., kt. 450309-0600, sækir um stöðuleyfi fyrir söluskála við Hafnarstræti til að selja Fish and chips og Holtselsís. Sótt er um leyfi til 12 mánaða. Meðfylgjandi eru myndir af söluskálanum.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Greiðsluseðill vegna stöðuleyfisins verður sendur þegar endurskoðun þjónustugjalda, sem nú stendur yfir, lýkur.

Sigurður Guðmundsson A-lista fór af fundinum kl.9:30.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 397. fundur - 16.05.2012

Erindi dagsett 15. maí 2012 þar sem Hulda S. Ringsted f.h. Fiskistjörnunnar ehf., kt. 450309-0600, sækir um að framlengja stöðuleyfi fyrir söluskála við Hafnarstræti í 12 mánuði til að selja Fish and chips og fleira.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.