Brekkugata 27A - fyrirspurn um almenn bílastæði

Málsnúmer BN100085

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 10. maí 2010 þar sem Sæmundur Örn Pálsson bendir á skort á bílastæðum við Brekkugötu og leggur til að þeim verði fjölgað austan við götuna í framhaldi af núverandi uppfyllingu. Skipulagsnefnd óskaði eftir tillögum frá framkvæmdadeild um mögulega fjölgun bílastæða við Brekkugötu.
Borist hefur umsögn famkvæmdadeildar dagsett 14. júní 2011.

Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna en getur ekki orðið við tillögu bréfritara. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu framkvæmdadeildar um fjölgun stæða með því að heimila samsíða lagningu bíla beggja vegna í götunni.