Rannsóknarnefnd samgönguslysa - skýrsla um slys á Strandgötu

Málsnúmer 2024040879

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 160. fundur - 23.04.2024

Lögð fram til kynningar skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa varðandi slys á Strandgötu.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að skipaður sé eftirlitsmaður í samræmi við fyrirliggjandi reglugerð þess efnis, þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi og/eða akandi og að unnið sé eftir vel skilgreindri öryggisáætlun. Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að umhverfis- og mannvirkjasvið í samvinnu við þjónustu- og skipulagssvið leggi fram tillögu að reglum sem tryggja að svo geti orðið til framtíðar. Mikilvægt er að enn frekari úrbætur verði gerðar á svæðinu hið allra fyrsta.