Fræðslumál í grunnskólum

Málsnúmer 2024040702

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 50. fundur - 16.04.2024

Málshefjandi var Lilja Dögun Lúðvíksdóttir.

Ungmenni kalla eftir aukinni fræðslu um hinseginleikann og kynfræðslu. Mikilvægt að hinseginfræðsla byrji snemma í grunnskólum því þar er fjallað um fjölbreytileikann. Hinsegin börnum líður verr í skólakerfinu en öðrum börnum. Með réttum upplýsingum má styðja við betra umhverfi fyrir öll. Með kynfræðslu læra börn að setja mörk og samþykki. Lagt til að bærinn stofni Jafnréttisskóla sem myndi styðja við starfsfólk skóla og vera þeim innan handar hvað varðar jafnréttismál, hinsegin málefni, kynfræðslu og réttindi almennt. Tenging við réttindafræðslu, innleiðingu verkefnisins Réttindaskóli- og frístund og Jafnréttisskóla.

Heimir Örn Árnason bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Benti hann á að bærinn er nýbúinn að skrifa undir samning við Samtökin 78 um fræðslu. Þetta sé góð umræða og verði tekið fyrir áfram í fræðslu- og lýðheilsuráði.

Til máls tóku París Anna Bergmann Elvarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi og Elsa Bjarney Viktorsdóttir.