Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028

Málsnúmer 2024040694

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3845. fundur - 17.04.2024

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3847. fundur - 02.05.2024

Lögð fram til samþykktar drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli og tímalínu vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3853. fundur - 20.06.2024

Umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat fundinn undir þessum lið.

Þá sátu Andri Teitsson L-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Lögð fram til kynningar drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3857. fundur - 15.08.2024

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2025 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 með þremur atkvæðum.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.

Bæjarráð - 3858. fundur - 22.08.2024

Lögð fram tillaga að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsramma fjárhagsáætlunar 2025 með þremur atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað:

Samkvæmt þeim ramma sem liggur fyrir til samþykktar í dag þá mun afkoma aðalsjóðs versna um 45,2% milli ára og enn færumst við fjær því að ná sjálfbærni í A hluta þrátt fyrir að tekjur hafi aukist mikið. Ástæða þess að ég get ekki samþykkt þennan ramma sem hér er til umfjöllunar er sú að ég tel að það þurfi að gera ráð fyrir aðhaldsaðgerðum vegna þessarar versnandi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Ég fagna engu að síður mörgum þeim verkefnum sem við erum að ráðast í og þurfum að finna stað í fjárhagsramma næsta árs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 57. fundur - 26.08.2024

Fjárhagsrammi Akureyrarbæjar 2025-2028 kynntur.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.