Ruslamál

Málsnúmer 2024040688

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 50. fundur - 16.04.2024

Umræða um Ruslamál. Málshefjendur voru Elsa Bjarney Viktorsdóttir og París Anna Bergmann Elvarsdóttir.

Ungmenni hafa í nokkur ár kallað eftir úrbótum varðandi sorp og sorphirðu á Akureyri. Málið hefur verið tekið fyrir á nokkrum fundum en lítið hefur breyst að mati ungmenna. Má þar t.d. nefna sérstaka flokkun út frá neysluhegðun fólks í dag þegar kemur að veipi og nikótínpúðum. Kallað hefur verið eftir flokkunartunnum. Íbúum hefur fjölgað og einnig þurfi að hafa breytta neysluhegðun fólks í huga.

Ásrún Ýr Gestsdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir að vakin væri athygli á málinu. Flokkunartunnur séu vissulega ekki auðfundnar og mun það vera rætt í umhverfis- og mannvirkjaráði. Því miður sé það þannig að níkótínpúðar fari í almennt sorp en gera mætti átak í að vekja athygli á hættunum sem fylgja því þegar börn finna notaða púða. Rafrettur séu flokkaðar sem lítil raftæki, en einnota rafrettur flokkast sem batterí og þetta þurfi að fræða fólk um.