Naust 3 - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2024030177

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Halldóra Bragadóttir og Helgi B. Thóroddsen hjá Kanon arkitektum kynntu fyrstu drög að breytingu á deiliskipulagi á landi Nausta 3 sem í aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði/þéttingarsvæði. Var kynningin í gegnum fjarfundarbúnað. Samkvæmt tillögunni er miðað við að á svæðinu verði allt að 10 lóðir fyrir einbýlis- og tvíbýlishús og 5 lóðir fyrir raðhús. Er gert ráð fyrir að öll hús á svæðinu verði á einni hæð.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna, í samræmi við umræður á fundi, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.