Umferðaröryggismál - verkefni 2024

Málsnúmer 2024021574

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 157. fundur - 05.03.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 29. febrúar 2024 varðandi verkefni í umferðaröryggismálum árið 2024.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 163. fundur - 04.06.2024

Lagðar fram teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í Austursíðu.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að hámarkshraði í Austursíðu verði endurskoðaður þar sem íbúar í hverfinu hafa áhyggjur af umferðaröryggi á svæðinu.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Þann 15. mars árið 2022 hóf ég umræðu um umferðaröryggimál á Akureyri og samþykkti bæjarstjórn þá tillögu mína um að hefja undirbúning að gerð umferðaröryggisáætlunar. Því miður er sú vinna enn ekki hafin og því ekki til nein umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið. Á íbúafundi í Síðuhverfi í liðnum mánuði lögðu íbúar mikla áherslu á bætt umferðaröryggi í Austursíðu og eru þessar tvær gangbrautir, sem hér eru til umræðu sannarlega til bóta. Hins vegar er ljóst að ef mæta á ákalli íbúa þá þarf einnig að horfa til fleiri úrræða t.d. gönguþveranir við Bugðusíðu og Fögrusíðu, lækka umferðarhraða og bæta við hraðahindrunum. Ef ljóst er að framtíðarlausnir í umferðaröryggismálum muni taka einhvern tíma í framkvæmd þá er mikilvægt að horfa til bráðabirgðalausna, ekki síst á svæðum þar sem mikil uppbygging á sér stað á skömmum tíma líkt og raunin hefur verið við Austursíðu.